Fréttasafn
Fréttasafn: 2023 (Síða 3)
Fyrirsagnalisti

Með endurnýjaðri ástríðu
Í febrúar 2023 endurnýjuðu Sinfóníuhljómsveit Íslands og Eva Ollikainen samning hennar sem aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda til ársins 2026. Á komandi starfsári stýrir Eva ýmsum hornsteinum sinfónískrar tónlistar með hljómsveitinni – svo sem fyrstu sinfóníu Brahms, Hetjuhljómkviðu Beethovens, níundu sinfóníu Bruckners og þriðju sinfóníu Mahlers.

Ávarp framkvæmdastjóra
Kæru tónleikagestir.
Sérhvert starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands er litríkur vefnaður þar sem óteljandi þræðir koma saman. Það er ótrúleg tilfinning þegar hver þráður ratar á réttan stað og til verður starfsár þar sem hljómsveitin fær að blómstra í samstarfi við framúrskarandi listafólk úr ýmsum áttum, áheyrendum til gleði og upplyftingar.
Lesa meira
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands lætur af störfum
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands lét af störfum 31. júlí síðastliðinn. Stjórnina skipuðu Sigurður Hannesson, formaður, Herdís Þórðardóttir, Oddný Sturludóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Hávarður Tryggvason. Sinfóníuhljómsveit Íslands þakkar stjórnarmeðlimum fyrir vel unnin störf.
Lesa meira
Nýtt starfsár 23/24
Almenn miðasala á tónleika starfsársins 2023/24 er hafin. Sala nýrra áskriftar- og Regnbogakorta er enn í fullum gangi.
Smelltu hér til að kaupa Regnbogakort
Lesa meira

Ásgeir Trausti og Sinfó 2. nóvember í samstarfi við Iceland Airwaves
Ásgeir Trausti og Sinfóníuhljómsveit Íslands sameina krafta sína á tónleikum í Eldborg á systurviðburði (Partner Event) á Iceland Airwaves þar sem hljóma munu mörg af þekktustu lögum Ásgeirs í glæsilegum útsetningum fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit.
Lesa meira
Endurnýjun hefst mánudaginn 12. júní kl. 10:00
Endurnýjun áskrifta og Regnbogakorta fyrir starfsárið 2023/24 hefst mánudaginn 12. júní kl. 10.00 hér á vef hljómsveitarinnar og í miðasölu Hörpu.
Kynningarbæklingur verður sendur í hús til áskrifenda og dagskráin kynnt til leiks hér á vefnum fyrir 10. júní. Almenn miðasala hefst miðvikudaginn 14. júní kl. 10:00.
Lesa meira
Lára Sóley Jóhannsdóttir endurráðin framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að endurráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Lára Sóley hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra frá sumri 2019 en ráðið er í stöðuna til fjögurra ára í senn.
Lesa meira
Ross Jamie Collins nýr staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Bresk-finnski hljómsveitarstjórinn Ross Jamie Collins hefur verið ráðinn í stöðu staðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2023-24.
Lesa meira
Pétur og úlfurinn og Tobbi túba á skólatónleikum í vikunni
Í vikunni tók Sinfóníuhljómsveit Íslands á móti 3.300 börnum úr 107 skólum víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu. Hljómsveitin lék ferna skólatónleika í Eldborg og flutti hin sívinsælu tónlistarævintýri um Pétur og úlfinn og Tobba túbu undir stjórn Nathanaël Iselin.
Lesa meira
Útför Páls Pampichler Pálssonar
Páll Pampichler Pálsson hljómsveitarstjóri og tónskáld lést 10. febrúar sl. í fæðingarborg sinni Graz í Austurríki á 95. aldursári. Útför Páls fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, þriðjudaginn 9. maí kl 13:00.
Lesa meira