EN

Fréttasafn: 2023 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

26. september 2023 : Mögulegt verkfall hljóðfæraleikara 28. september

Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands samþykktu í lok síðustu viku að boða til verkfalls, en kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara í júní. Fyrsta vinnustöðvunin er fyrirhuguð 28. september en verið er að leita allra leiða til að ekki komi til verkfalls.

Lesa meira

25. september 2023 : Hljómsveitarstjóraakademía Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2024

Auglýst er eftir þátttakendum í Hljómsveitarstjóraakademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2023-2024. Námskeiðið verður haldið frá sunnudeginum 3.03.24 til og með miðvikudeginum 6.03.24. Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 mánudaginn 30.10.23. Í kjölfarið verður umsækjendum tilkynnt í pósti hverjir hafi komist að.

Lesa meira

19. september 2023 : Hátt í 3.400 nemendur á skólatónleikum í vikunni

Hátt í 1.700 nemendur úr elstu hópum leikskóla og 1. og 2. bekk grunnskóla heimsóttu Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum skólatónleikum í Eldborg í dag

Lesa meira

15. september 2023 : A Prayer To The Dynamo komin út hjá DG

Í dag kom út platan A Prayer To The Dynamo hjá útgáfunni Deutsche Grammophon með tónlist Jóhanns Jóhannssonar í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Ásamt titilverkinu er þar að finna tvær svítur út kvikmyndunum Theory of Everything og Sicario en Jóhann var einmitt tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í þeim myndum.

 

Lesa meira

13. september 2023 : Ný stjórn tekur við störfum

Síðastliðinn miðvikudag hóf ný stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands störf og var þeirra fyrsti fundur jafnframt sjöhundraðasti stjórnarfundur hljómsveitarinnar.

Lesa meira

11. september 2023 : Þakkar fyrir hverja nótu

Sigrún Eðvaldsdóttir hefur verið fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðan 1998 og fagnar því 25 ára starfsafmæli í ár. Aðdragandi þeirra tímamóta hefur þó ekki verið tíðindalaus og má raunar segja að Sigrún fagni um leið ákveðinni endurfæðingu í starfi sínu: Að hafa komist aftur til fullrar heilsu eftir að hafa lent í slysi sem hefði getað bundið enda á ferilinn.

Lesa meira

5. september 2023 : ARCHORA /AION - 5 stjörnur

Nýr diskur Sinfóníuhljómsveitar Íslands ARCHORA /AION sem kom út hjá Sono Luminus í lok sumar með verkum Önnu Þorvaldsdóttur hefur fengið frábæra dóma í heimspressunni. BBC Music Magazine gaf disknum 5 stjörnur af 5 mögulegum og the New York Times valdi diskinn á lista með fimm áhugaverðum klassískum plötum sem vert er að hlusta á.

Lesa meira

4. september 2023 : Með endurnýjaðri ástríðu

Í febrúar 2023 endurnýjuðu Sinfóníuhljómsveit Íslands og Eva Ollikainen samning hennar sem aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda til ársins 2026. Á komandi starfsári stýrir Eva ýmsum hornsteinum sinfónískrar tónlistar með hljómsveitinni – svo sem fyrstu sinfóníu Brahms, Hetjuhljómkviðu Beethovens, níundu sinfóníu Bruckners og þriðju sinfóníu Mahlers.

Lesa meira

23. ágúst 2023 : Ávarp framkvæmdastjóra

Kæru tónleikagestir.

Sérhvert starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands er litríkur vefnaður þar sem óteljandi þræðir koma saman. Það er ótrúleg tilfinning þegar hver þráður ratar á réttan stað og til verður starfsár þar sem hljómsveitin fær að blómstra í samstarfi við framúrskarandi listafólk úr ýmsum áttum, áheyrendum til gleði og upplyftingar.

Lesa meira

2. ágúst 2023 : Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands lætur af störfum

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands lét af störfum 31. júlí síðastliðinn. Stjórnina skipuðu Sigurður Hannesson, formaður, Herdís Þórðardóttir, Oddný Sturludóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Hávarður Tryggvason. Sinfóníuhljómsveit Íslands þakkar stjórnarmeðlimum fyrir vel unnin störf.

Lesa meira