Fréttasafn
Fréttasafn: 2023 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti
Sinfóníukvöld í Sjónvarpinu
Upptaka frá útgáfutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar voru á dagskrá RÚV í gærkvöldi. Á tónleikunum, sem fram fóru 28. september var nýrri hljómplötu sveitarinnar með verkum Jóhanns Jóhannsonar, A Prayer to the Dynamo, fagnað.
Hér má horfa á upptökuna
Næsta Sinfóníukvöld á RÚV er á dagskrá miðvikudaginn 1. nóvember.
Tónleikatvenna með Önnu Þorvaldsdóttur í vikunni
Í vikunni verður samstarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands við Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskáld fagnað með sérstakri Önnu-hátíð.
Tvennir tónleikar verða haldnir, í Hörpu og Hallgrímskirkju, þar sem verk Önnu fyrir hljómsveit og kór verða flutt. Anna hefur skipað sér í fremstu röð tónskálda á heimsvísu undanfarin ár. Tónleikarnir í Hallgrímskirkju voru valdir á lista BBC Music Magazine yfir áhugaverðustu tónleika í Evrópu í vetur.
Lesa meiraSamningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld.
Mögulegt verkfall hljóðfæraleikara 28. september
Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands samþykktu í lok síðustu viku að boða til verkfalls, en kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara í júní. Fyrsta vinnustöðvunin er fyrirhuguð 28. september en verið er að leita allra leiða til að ekki komi til verkfalls.
Lesa meiraHljómsveitarstjóraakademía Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2024
Auglýst er eftir þátttakendum í Hljómsveitarstjóraakademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2023-2024. Námskeiðið verður haldið frá sunnudeginum 3.03.24 til og með miðvikudeginum 6.03.24. Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 mánudaginn 30.10.23. Í kjölfarið verður umsækjendum tilkynnt í pósti hverjir hafi komist að.
Lesa meiraHátt í 3.400 nemendur á skólatónleikum í vikunni
Hátt í 1.700 nemendur úr elstu hópum leikskóla og 1. og 2. bekk grunnskóla heimsóttu Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum skólatónleikum í Eldborg í dag
Lesa meiraA Prayer To The Dynamo komin út hjá DG
Í dag kom út platan A Prayer To The Dynamo hjá útgáfunni Deutsche Grammophon með tónlist Jóhanns Jóhannssonar í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Ásamt titilverkinu er þar að finna tvær svítur út kvikmyndunum Theory of Everything og Sicario en Jóhann var einmitt tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í þeim myndum.
Lesa meira
Ný stjórn tekur við störfum
Síðastliðinn miðvikudag hóf ný stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands störf og var þeirra fyrsti fundur jafnframt sjöhundraðasti stjórnarfundur hljómsveitarinnar.
Lesa meiraÞakkar fyrir hverja nótu
Sigrún Eðvaldsdóttir hefur verið fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðan 1998 og fagnar því 25 ára starfsafmæli í ár. Aðdragandi þeirra tímamóta hefur þó ekki verið tíðindalaus og má raunar segja að Sigrún fagni um leið ákveðinni endurfæðingu í starfi sínu: Að hafa komist aftur til fullrar heilsu eftir að hafa lent í slysi sem hefði getað bundið enda á ferilinn.
Lesa meiraARCHORA /AION - 5 stjörnur
Nýr diskur Sinfóníuhljómsveitar Íslands ARCHORA /AION sem kom út hjá Sono Luminus í lok sumar með verkum Önnu Þorvaldsdóttur hefur fengið frábæra dóma í heimspressunni. BBC Music Magazine gaf disknum 5 stjörnur af 5 mögulegum og the New York Times valdi diskinn á lista með fimm áhugaverðum klassískum plötum sem vert er að hlusta á.
Lesa meira