EN

Fréttasafn: 2023 (Síða 5)

Fyrirsagnalisti

31. janúar 2023 : Söfnun fyrir hljómborðsklukkuspili til minningar um Önnu Guðnýju píanóleikara

Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands um árabil, átti sér þann draum að hljómsveitin eignaðist hljómborðsklukkuspil (Keyboard Glockenspiel/Klavierglockenspiel). Það er því afar ánægjulegt að Frank Aarnink slagverksleikari sveitarinnar ákvað að ganga í málið og fékk Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands til samstarfs um söfnun fyrir hljóðfærinu sem verður fært hljómsveitinni að gjöf til minningar um Önnu Guðnýju.

Lesa meira

27. janúar 2023 : Hópferð á tónleika í Edinborg 22.-25. apríl

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður áhugasömum upp á hópferð til Edinborgar á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í hinu glæsilega tónlistarhúsi Usher Hall í Edinborg 23. apríl kl. 15:00.

Lesa meira

23. janúar 2023 : Nýr safndiskur með Hallfríði Ólafsdóttur og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Út er kominn nýr tvöfaldur safndiskur með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem Hallfríður Ólafsdóttir er í einleikshlutverkinu. Diskurinn hefur að geyma ellefu fjölbreytt verk frá ýmsum tímum þar sem flautan er í öndvegi. 

Lesa meira

Lesa meira

19. janúar 2023 : Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2023 – viltu taka þátt?

Prufuspil fyrir þátttöku í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2023 verða haldin í Hörpu 27., 28., og 29. mars næstkomandi. Umsókn um þátttöku í prufuspilinu er opin öllum tónlistarnemendum sem lokið hafa miðprófi.

Lesa meira

19. janúar 2023 : Hljómsveitarstjóra-akademía með Evu Ollikainen

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur nú í þriðja sinn námskeið í Hljómsveitarstjóra-akademíu SÍ undir stjórn og leiðsögn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra. Akademían er fyrst og fremst vettvangur fyrir unga og efnilega tónlistarnema sem lokið hafa miðprófi hið minnsta í hljóðfæraleik eða söng. Mikill fjöldi umsókna barst að þessu sinni og hafa 7 nýnemar verið teknir inn í Akademíuna og aðrir 5 halda áfram frá fyrra ári.

 Lesa meira 

Lesa meira

10. janúar 2023 : Þrír sigurvegarar í keppni ungra einleikar 2023

Seinni umferð Ungra einleikara 2023 lauk nú í janúar en keppnin var nú haldin í tuttugasta sinn. Ungir einleikarar er samstarfsverkefni LHÍ og Sinfóníuhljómsveitar Íslands en sigurvegarar keppninnar fá tækifæri til þess að flytja einleik á Eldborgarsviði Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveitinni.

Lesa meira

9. janúar 2023 : Sir Stephen Hough tekinn tali

„Ég hlakka mikið til að koma til ykkar – ég spila bæði Beethoven í janúar og Rakhmanínov í febrúar, svo spila ég einleikstónleika, les upp úr bókinni minni og spjalla – það verða allir orðnir dauðleiðir á mér í lok starfsársins!“ segir Stephen Hough af sinni alkunnu hógværð og hlær þegar veturinn framundan er færður í tal, en Hough er Listamaður í samstarfi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á starfsárinu.

Lesa meira 

Lesa meira

5. janúar 2023 : Eldri borgarar á lokaæfingu

Við tókum á móti liðlega 1000 eldri borgurum víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu á lokaæfingu fyrir Vínartónleika hljómsveitarinnar. Leikin var Vínartónlist og dúettar í flutningi Dísellu Lárusdóttur og Jóhanns Kristinsonar auk þess sem dansarar stigu á svið. Frá árinu 2012 hefur eldri borgurum reglulega verið boðið á lokaæfingu fyrir tónleikana sem nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda.

 

Lesa meira

4. janúar 2023 : Breytingar á flytjendum á Vínartónleikum 2023

Söngkonan Dísella Lárusdóttir stígur á svið á Vínartónleikum hljómsveitarinnar ásamt Jóhanni Kristinssyni. Af óviðráðanlegum orsökum getur Álfheiður Erla Guðmundsdóttir ekki komið fram eins og til stóð.

 

Lesa meira
Síða 5 af 5