EN

Fréttasafn (Síða 15)

Fyrirsagnalisti

6. september 2022 : Tónlist er til þess fallin að sameina fólk

Daniil Trifonov er heimsþekkur píanisti og einn eftirsóttasti einleikari veraldar. Hann kemur nú fram á Íslandi, bæði með Sinfóníuhljómsveit Íslands og á einleikstónleikum í Eldborg. 

Lesa meira

30. ágúst 2022 : Skráning á skólatónleika hafin

 

Á hverju starfsári heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands fjölmarga skólatónleika þar sem nemendum, allt frá leikskólaaldri til framhaldsskólanema, er boðið fjölbreytta tónleika. Skólatónleikar hljómsveitarinnar hafa vakið verðskuldaða eftirtekt þar sem tónverk hverra tónleika eru sniðin að ákveðnum aldurshópi. 

 

Lesa meira

26. ágúst 2022 : Innblásturinn er alltaf tónlistin sjálf

Anna Þorvaldsdóttir hefur verið staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2018. Hún er áhrifavaldur á sviði samtímatónsmíða og verk hennar eru flutt af fremstu hljómsveitum og tónlistarfólki heims. Nægir þar að nefna fílharmóníusveitirnar í Berlín, Los Angeles og New York. Verk Önnu verða ofarlega á baugi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á starfsárinu, í Hörpu sem og á tónleikaferð hljómsveitarinnar til Bretlands.

Lesa meira

25. ágúst 2022 : Eins og ferskur andblær

Fyrstu tvö ár Evu Ollikainen í hlutverki aðalhljómsveitarstjóra hafa verið óvenjuleg – af ástæðum sem flestum eru kunnar. „Ég hlakka óskaplega til að eiga heilt starfsár með hljómsveitinni og geta raunverulega fylgt eftir þeirri dagskrá sem ákveðin hefur verið, því hún er óvenjulega spennandi,“

Lesa meira

23. ágúst 2022 : Kátt á hjalla á skólatónleikunum Undur jarðar með Stjörnu-Sævari

 

Þrennir skólatónleikar fóru fram í dag og í gær þar sem tónleikagestir fengu að kynnast töfrum jarðar og alheimsins. Ríflega 2000 börn frá leikskólum landsins heimsóttu okkur í Eldborg og héldu af stað í magnað ferðalag undir leiðsögn Sævars Helga Bragasonar.

Lesa meira

8. ágúst 2022 : Sinfónían á Menningarnótt 2022

Á Menningarnótt í Reykjavík 2022 býður Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvenna tónleika. Aðgangur á tónleikana er ókeypis, hægt er að sækja miða á sinfonia.is eða í miðasölu Hörpu á tónleikadegi frá kl. 11.00. Öll eru velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Lesa meira

8. ágúst 2022 : Ávarp framkvæmdastjóra

Kæru tónleikagestir.

Framundan er takmarkalaust starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við hlökkum mikið til að taka aftur á móti ykkur öllum í tónleikasal þar sem við getum notið tónlistar saman, séð gleðina í andlitum annarra og rætt við þá sem sitja næst okkur. 

Lesa meira

1. júlí 2022 : Skrifstofa SÍ lokuð í júlí

Skrifstofa Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður lokuð í júlí vegna sumarleyfa. Miðasalan er opin í Hörpu alla daga kl. 10-18, en einnig má hafa samband á sama tíma í síma 528-5050 eða með tölvupósti á midasala@harpa.is.

Lesa meira

23. júní 2022 : Viðtal: Sir Stephen Hough listamaður í samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina

Breski píanóleikarinn Stephen Hough er nýr listamaður í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands en Hough kemur tvisvar fram með hljómsveitinni í Hörpu á komandi starfsári og heldur einleikstónleika í föstudagsröðinni auk þess að vera einleikari á tónleikaferð Sinfóníunnar um Bretland vorið 2023. Fyrir í stöðu listamanns í samstarfi er Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjóri, og heldur hann samstarfi sínu við Sinfóníuhljómsveit Íslands áfram.

Lesa meira

20. júní 2022 : Sæunn Þorsteinsdóttir nýr staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari verður staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands á komandi starfsári og vinnur að fjölbreyttum verkefnum með hljómsveitinni, þar með talið frumflutningi á nýjum sellókonserti eftir Veronique Vöku.

Lesa meira