Fréttasafn
Fréttasafn (Síða 20)
Fyrirsagnalisti
Frá Kópavogi hopp stopp til Shostakovits
– Viðtal við Ástu Dóru Finnsdóttur
„Ég byrjaði í Suzuki-námi þegar ég var fimm ára og þá var Kópavogur hopp stopp auðvitað fyrsta lagið sem ég lærði. En fyrir það hafði ég reyndar átt dótapíanó úr Toys-R-Us og lék mér við að spila á það. Örugglega afmælissönginn eða eitthvað þannig,“ segir Ásta Dóra Finnsdóttir, hinn 14 ára gamli píanóleikari sem kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum miðvikudagskvöldið 6. október.
Lesa meira
Kventónskáld í karlaveldi
Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, rekur sögu kventónskálda á 19. öld í nýjum útvarpsþáttum á Rás 1 á laugardagsmorgnum sem ber heitið Kventónskáld í karlaveldi. Þar fjallar Árni Heimir um ævi og tónlist kventónskálda sem fæddar voru á 19. öld, þegar konur höfðu mun færri tækifæri en karlar til að mennta sig í tónsmíðum eða fá verk sín flutt.
Strauss og Shostakovits í nýju Hlaðvarpi Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur farið af stað með nýtt hlaðvarp og verður það í vetur helgað grænu tónleikaröðinni. Halla Oddný Magnúsdóttir hefur umsjón með hlaðvarpinu.
Lesa meira
Rennur saman í eitt með sellóinu
– Viðtal við Jonathan Swensen
Sellóleikarinn Jonathan Swensen leikur einleik í sellókonsert Dvořáks með Sinfóníuhljómsveit Íslands fimmtudagskvöldið 30. september kl. 19.30 og á skólatónleikum SÍ í Eldborg morguninn eftir. „Sellóið er dásamlegt hljóðfæri, maður finnur fyrir því með öllum líkamanum,“ segir Jonathan í viðtali við SÍ.
Lesa meira
Stigið inn í sviðsljósið
– Viðtal við Þórunni Ósk Marinósdóttur og Stefán Jón Berharðsson
Í hverri sinfóníuhljómsveit starfa hátt í hundrað manns sem hver og einn á að baki langt og strangt nám í sinni grein. Hver leggur sitt af mörkum til heildarinnar en er um leið fær um að stíga inn í sviðsljósið sem einleikari þegar færi gefst. Nú í haust leika tveir leiðarar úr hljómsveitinni, Þórunn Ósk Marínósdóttir víóluleikari og Stefán Jón Bernharðsson hornleikari, einleikskonserta á tónleikum í grænni áskriftarröð.
Lesa meira
4.000 grunnskólabörn heimsækja Sinfóníuna
Harpa iðar af lífi þessa dagana þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur á móti 4.000 grunnskólabörnum. Á tónleikunum fræðir Stjörnu-Sævar unga fólkið um himingeiminn af sinni alkunnu snilld og hljómsveitin leikur fjölbreytta og skemmtilega tónlist sem sækir innblástur í undur jarðar.
Lesa meira
Miðasalan í Hörpu lokuð 21.september
Þriðjudaginn 21. september flytur miðasala Hörpu í nýtt rými á jarðhæð og því verður ekki unnt að afgreiða miða í Hörpu. Hins vegar er svarað í síma 528-5050 í miðasölunni og einnig hægt að senda tölvupóst á midasala@harpa.is. Einnig er miðasalan á vefnum opin allan sólarhringinn!
Lesa meira
Kvika eignastýring bakhjarl Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Kvika eignastýring og Sinfóníuhljómsveit Íslands gengu frá samstarfssamningi þess efnis að Kvika eignastýring verður bakhjarl Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2021/2022.
Hannes Frímann Hrólfsson framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar og Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, skrifuðu nýverið undir samkomulagið í Hörpu.
Lesa meira
Eva og endurfæðingin
Finnski hljómsveitarstjórinn Eva Ollikainen tók formlega við stöðu aðalhljómsveitarstjóra á 70 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í mars 2020. Það mun óhætt að segja að ekki hafi allt farið eftir áætlun síðan þá. Tveimur vikum síðar voru fjöldasamkomur óheimilar og í rúmt ár hefur glíman við kórónuveirufaraldur umturnað öllu starfi hljómsveitarinnar.
Lesa meira
Frumkvöðull harmóníkunnar
Norski harmóníkuleikarinn Geir Draugsvoll hefur um áratuga skeið verið meðal hinna fremstu í sínu fagi á heimsvísu. Hann hefur leikið á tónleikum víða um heim, bæði einsamall og með virtum hljómsveitum, gefið út plötur auk þess sem hann er prófessor við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Draugsvoll leikur tvo konserta eftir rússneska tónskáldið Sofiu Gubaidulinu með Sinfóníuhljómsveit Íslands á starfsárinu og má segja að um endurkomu sé að ræða því að meira en 30 ár eru liðin síðan Draugsvoll lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói, tuttugu og eins árs gamall – og var þá fyrsti harmóníkuleikarinn til að leika einleik með sveitinni.
Lesa meira- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir