Fréttasafn
Fréttasafn (Síða 19)
Fyrirsagnalisti
Barokksöngvarinn Benedikt
„Þetta er í raun gjörólíkt hljóðfæri þó að það heiti vissulega líka tenór,“ segir tenórsöngvarinn Benedikt Kristjánsson um muninn á barokksöng og óperusöng, en hann hefur sérhæft sig í hinu fyrrnefnda. Benedikt fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á aðventutónleikum sveitarinnar næstkomandi fimmtudag 2. desember, og flytur aríur eftir Bach og Händel undir stjórn Dirk Vermeulen. Rætt var við Benedikt í bæklingi Sinfóníuhljómsveitarinnar starfsárið 2021-22.
Lesa meira
Geisladiskurinn Jón Nordal kominn út
Í tilefni af 95 ára afmæli tónskáldsins Jóns Nordal fyrr á þessu ári hefur útgáfufyrirtækið Polarfonia Classics nú gefið út tvöfaldan hljómdisk með sjö verkum eftir Jón. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Petri Sakari ásamt fjölda einleikara.
Lesa meira
Hraðprófs krafist á tónleika
Í samræmi við núgildandi sóttvarnareglur er nú gerð krafa um að gestir framvísi neikvæðu hraðprófi á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, eða þá neikvæðu pcr-prófi eða vottorði um fyrri Covid-19 sýkingu, ekki eldra en 180 daga. Eldborg er skipt upp í þrjú sóttvarnahólf og er grímuskylda á tónleikum.
Hraðpróf gilda í 48 klst. og eru þau gjaldfrjáls. Nauðsynlegt er að bóka tíma fyrirfram í hraðpróf.
Hlé er á tónleikum samkvæmt venju en engin veitingasala er í hléi. Fatahengi eru staðsett í hverju sóttvarnahólfi. Mikilvægt er að mæta tímanlega á tónleikana og framvísa niðurstöðum hraðprófs.
Í leit að kjarnanum
Víkingur Heiðar Ólafsson er staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2021-22. Í bæklingi starfsársins birtist við hann viðtal um verkefni hans með hljómsveitinni í vetur, en fyrstu tónleikarnir í hinni svonefndu Svörtu röð Sinfóníunnar í vetur sem inniheldur eingöngu tónleika með Víkingi verða fimmtudaginn 18. nóvember næstkomandi, þar sem fluttur verður píanókonsert eftir Thomas Adès.
Lesa meira
Staða staðgengils leiðara í 2. fiðlu laus til umsóknar
Staða staðgengils leiðara í 2. fiðlu við Sinfóníuhljómsveit Íslands er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 14. nóvember næstkomandi.
Hæfnispróf fer fram 24. janúar 2022 í Hörpu, Reykjavík.
Lesa meira
Hlaðvarp Sinfóníunnar: 3. þáttur: Sinfónía nr. 1
Högni Egilsson erein eftirtektarverðasta rödd íslensks tónlistarlífs nú um stundir. Hér ræðir halla Oddný Magnúsdóttir við hann um tónlist hans.
Lesa meira
Hlaðvarp Sinfóníunnar – 2. þáttur: Töfrar fortíðar
Hér má hlýða á nýjasta þáttinn í Hlaðvarpi Sinfóníuhljómsveitar Íslands veturinn 2021-22, sem Halla Oddný Magnúsdóttir hefur umsjón með. Þar ræðir hún við einleikara næstu tónleika Grænu raðarinnar, víóluleikarann Þórunni Ósk Marinósdóttur, en tónleikarnir fara fram næstkomandi miðvikudagskvöld 3. nóvember kl. 20 í Eldborg í Hörpu.
Lesa meira
Harry Potter og viskusteinninn á tónleikum í nóvember
Sinfóníuhljómsveit Íslands mun flytja Harry Potter og viskusteinninnTM á tónleikum 25., 26. og 27. nóvember. Á tónleikunum mun Timothy Henty stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem flutt verður tónlistin við myndina í heild. Tónleikagestir geta upplifað töfra kvikmyndarinnar í bestu myndgæðum á stóru tjaldi með ógleymanlegri tónlist John Williams í lifandi flutningi.
Lesa meira
Sigurvegarar í einleikarakeppni SÍ og LHÍ
Sigurvegarar í einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands liggja nú fyrir, en úrslitakeppnin fór fram föstudaginn 22. október.
Einleikararnir ungu koma fram á tónleikum með hljómsveitinni 13. janúar 2022.
Lesa meira
Björk Orkestral hefst í kvöld
Í kvöld eru fyrstu tónleikarnir af fernum sem Björk heldur í Eldborg í Hörpu með íslenskum tónlistarmönnum. Við erum stolt af því að Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur þátt í þrennum þeirra, en strengjasveit úr hljómsveitinni undir stjórn Viktors Orra Árnasonar leikur á tónleikum kvöldsins og aftur 15. nóvember. Blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur síðan fram með Björk á tónleikum 31. október.
Tónleikunum verður sjónvarpað beint á RÚV 2 og einnig er hægt að kaupa aðgang að beinu streymi hér, en hluti af ágóðanum rennur til góðgerðamála.