EN

2015 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

22. september 2015 : Þúsundir skólabarna á tónleikum Sinfóníunnar

Dagana 18. - 25. september heimsækja 7.500 skólabörn og menntaskólanemendur Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu og hlýða á tónleika og kynnast starfinu. Öflugt fræðslustarf er mjög mikilvægur þáttur í starfsemi hljómsveitarinnar.

Lesa meira

15. september 2015 : Nýtt myndband: Daníel Bjarnason

Sinfóníuhljómsveitin frumsýndi í vikunni nýtt myndband sem kynnir Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóra og staðarlistamann Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Myndbandið er það fyrsta að þremur sem gerð vera í vetur  og veita innsýn fjölbreytt í starf hljómsveitarinnar. Lesa meira

2. september 2015 : Upphafstónleikar 2015/16

Kristinn Sigmundsson, söngvarinn ástsæli, kemur fram á tvennum upphafstónleikum nýs starfsárs Sinfóníuhljósmveitar Íslands 3. og 4. september. Á tónleikunum syngur Kristinn aríur úr nokkrum af uppáhaldsóperum sínum og bregður sér í hlutverk Don Basilio í Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini, greifans í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Bancos úr Macbeth og Sakaríasar í Nabucco eftir Verdi. Lesa meira

25. ágúst 2015 : Listin er manninum lífsnauðsynleg

Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950, sex árum eftir stofnun hins íslenska lýðveldis, sama ár og Þjóðleikhúsið var vígt. Ráðamenn og konur þessa tíma voru metnaðarfull og stórhuga fyrir hönd þjóðarinnar og skildu mikilvægi lista og menningar í mótun samfélagsins. Á þessum 65 árum hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands orðið ein af grunnstoðum íslensks menningarlífs og vakið alþjóðlega
athygli.

Lesa meira

25. ágúst 2015 : Upptökur á verkum Jóns Nordal

Jón Nordal fagnar nýræðisafmæli sínu á næsta ári. Af því tilefni hljóðritar Sinfóníuhljómsveit Íslands verk hans í samstarfi við Ríkisútvarpið og finnsku útgáfuna Ondine.

Lesa meira

24. ágúst 2015 : Húsfyllir á Menningarnótt

Á Menningarnótt í Reykjavík 22. ágúst bauð Sinfóníuhljómsveit Íslands gestum á tvenna tónleika í Eldborg. Fyrst var boðið upp á barnatónleika með tónlistarævintýrinu um Tobba túbu þar sem trúðurinn Barbara kynnti og einleikari á túbu var Nimrod Ron. Lesa meira

20. júní 2015 : Auglýst eftir leiðara í óbódeild

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur auglýst stöðu 1. óbóleikara lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 13. júlí en hafnispróf fara fram í Hörpu, Reykjavík, 15. september. Um er að ræða starf með 100% starfshlutfall.

Lesa meira

4. júní 2015 : Endurnýjun og sala nýrra áskrifta 2015/16

Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnir nýtt og spennandi starfsár til leiks. Endurnýjun og sala nýrra áskrifta hefst miðvikudaginn 10. júní og almenn miðasala 16. júní. Nýr bæklingur starfsársins 2015/16 berst áskrifendum 10. júní.
Lesa meira

2. júní 2015 : Tímamótatónleikar og málstofa

Mánudaginn 8. júní kl. 20 verður haldin málstofa og tónleikakynning í Kaldalóni Hörpu þar sem konur og hinn sinfóníski heimur verða í brennidepli. Málstofan er undanfari Kvennatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudaginn 11. júní kl. 19:30. Tónleikarnir marka tímamót í sögu hljómsveitarinnar því í fyrsta sinn eru konur tonskáld allrar efnisskrárinnar, í einleikshlutverki og á stjórnendapalli.

Lesa meira

18. maí 2015 : Judith Howarth í stað Susan Gritton

Breska sópransöngkonan Susan Gritton sem syngja átti hlutverk Ellen Orford í tónleikauppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar á Peter Grimes eftir Benjamin Britten, hefur forfallast. Í hennar stað kemur samlanda hennar, Judith Howarth. Lesa meira