Fréttasafn
2015 (Síða 3)
Fyrirsagnalisti

Áherynarprufur fyrir Jólatónleika Sinfóníunnar
Áheyrnarprufur fyrir jólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2015 verða haldnar föstudaginn 23. október nk. í Hörpu. Í ár er leitað eftir tveimur hljóðfæraleikurum; klarínettuleikara og sellóleikara sem lokið hafa miðstigi, hið minnsta, til að flytja lagið Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergs með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Gradualekór Langholtskirkju og klassískum ballettdönsurum.
Lesa meira
Nýtt miðasölukerfi Hörpu

Svanir á skólatónleikum Sinfóníunnar
Um 3000 börn úr elstu hópum leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla sækja okkur heim um þessar mundir á þrenna skólatónleika. Á tónleikunum er flutt tónlist Atla Heimis Sveinssonar við ævintýri Muggs um Dimmalimm ásamt sönglagi hans Kvæðið um fuglana sem hann samdi við ljóð Davíðs Stefánssonar. Síðari hluti tónleikanna er tileinkaður annarri sögu af svönum, Svanavatninu, sem Tsjajkovskí samdi ódauðlega balletttónlist við.
Lesa meira
Verkfall BHM - tónleikar falla niður 9. apríl
Verkfall félagsmanna í BHM er starfa hjá ríkinu sem boðað hefur verið 9. apríl nær til hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ef af verkfalli verður falla tónleikarnir 9. apríl niður. Áskrifendum og öðrum tónleikagestum verður í staðinn boðnir nýir miðar á tónleika Sinfóníunnar, Rómeó og Júlía, undir stjórn Rico Saccani 13. maí.
Lesa meira
Yrkja - verkefni fyrir tónskáld
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Tónverkamiðstöð bjóða þremur tónskáldum að verja níu mánuðum með Sinfóníuhljómsveitinn þar sem þau munu þróa færni sína í að skrifa fyrir hljómsveit og frumflytja ný verk.
Lesa meira
Bein tilraunaútsending frá tónleikum í Sjónvarpi Símans
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Síminn standa fyrir tilraunaverkefni þar sem tónleikum sveitarinnar verður sjónvarpað beint á sérstakri rás í Sjónvarpi Símans. Þrennum tónleikum Sinfóníunnar verður sjónvarpað nú á vormánðum í og eru tónleikarnir Benedetti leikur Mozart, 26. mars, þeir fyrstu.
Lesa meira
Sjö tónleikar á 4 stöðum

Tónleikar með Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts
Á yfirstandandi starfsári hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands átt í sérstöku samstarfi við Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts. Samstarfið hefur falið í sér að SÁB hefur heimsótt Sinfóníuna í Hörpu og þá hefur Sinfónían heimsótt SÁB og spilað með krökkunum á tónleikum fyrir samnemendur þeirra í Breiðholtsskóla og Árbæjarskóla.
Lesa meira
Tónleikum á Akureyri aflýst vegna veðurs
Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem áttu að fara fram í Hofi á Akureyri í kvöld hefur verð aflýst vegna veðurs. Ekki er flogið á milli Reykjavíkur og Akureyrar og komast hljóðfæraleikarar því ekki norður.
„Þetta eru mikil vonbrigði enda var mikil tilhlökkun til að fara norður og leika glæsilega efnisskrá sem flutt var í Hörpu í gærkvöldi. Undirbúningur fyrir ferðina hefur staðið yfir í langan tíma, hluta hljóðfæranna var fluttur með flutningabíl til Akureyrar í nótt þannig við héldum í vonina þar til ljóst var að flugi hljómsveitarinnar var aflýst. Við viljum hins vegar ekki gefast upp fyrir veðri og vindum og stefnum á að vera með tónleika í Hofi á Akureyri síðar á þessu ári.“
segir Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Þeir sem eiga miða á tónleikana er bent á að hafa samband við miðasölu Hofs og fá miða endurgreidda.
áttur
Lesa meira
Hljómsveitin 65 ára 9. mars
Í dag eru 65 ár liðin frá því að Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt sína fyrstu tónleika. Þeir voru í Austurbæjarbíói 9. mars árið 1950 undir stjórn Róberts A. Ottóssonar.
Ný 6 þátta röð, Strokið um strengi, hóf göngu sína á Rás 1 á föstudag. Hún er í umsjón Bjarka Sveinbjörnssonar. Í þáttunum verður dregin upp mynd af tónleikum sístækkandi samspilshópa frá byrjun aldarinnar, baráttu manna fyrir stofnun fullkominnar sinfóníuhljómsveitar. Þá verða leiknar hljóðritanir úr safni útvarpsins frá árabilinu 1935-1955 sem margar hafa ekki heyrst í áratugi.
Þættirnir eru á dagskrá á föstudögum kl. 14:00.
Lesa meira