Fréttasafn
2021 (Síða 6)
Fyrirsagnalisti

Hjúpur Hörpu í Grammy-búning
Harpa var í sparifötunum á sunnudagskvöldið í tilefni af því að Sinfóníuhljómsveit Íslands og Daníel Bjarnason voru tilnefnd til hinna virtu Grammy-verðlauna. Hljómsveitin býður til Grammy-veislu í Eldborg fimmtudaginn 18. mars þar sem hún flytur tvö verk af hinum tilnefnda diski, ásamt fiðlukonserti Daníels Bjarnasonar með Pekka Kuuisto í einleikshlutverkinu.
Lesa meira
Ábyrgt tónleikahald í Hörpu
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Harpa leggja áherslu á ábyrgt viðburðahald og fylgja í einu og öllu núgildandi reglum og viðmiðum um samkomutakmarkanir. Í samræmi við sóttvarnarlög er sætaframboð á tónleika takmarkað við 200 gesti í fjórum sóttvarnarhólfum og í það minnsta eitt autt sæti er á milli allra pantana í Eldborg, ásamt því að grímuskylda er á alla viðburði í Hörpu. Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.
Hlökkum til að sjá þig í Hörpu.
Lesa meira
Framhaldsskólatónleikar fyrir nemendur MR
Sinfóníuhljómsveit Íslands býður nemendum í Menntaskólanum í Reykjavík á tónleika í Eldborg fimmtudaginn 3. mars. Á þessum morguntónleikum leikur hljómsveitin sinfóníu nr. 9, „Úr nýja heiminum“ eftir Antonín Dvořák undir stjórn Evu Ollikaienn aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Lesa meira
Miðasala hafin á tónleika í mars
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur nú kynnt dagskrá sína í mars og er miðasala hafin hér á vef hljómsveitarinnar. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá m.a. með verkum eftir Dvořák, Saint-Saëns, Mahler og Brahms, ásamt því að hljómsveitin fagnar Grammy-tilnefningu á sérstökum hátíðartónleikum með Daníel Bjarnasyni hljómsveitarstjóra.
Áskrift að tvennum tónleikum eða fleiri veitir þér 20% afslátt af miðaverði. Takmarkað sætaframboð.
Lesa meira
Sinfónían skrifar undir Keychange-skuldbindingu
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur skrifað undir svokallaða Keychange-skuldindingu (e: The Keychange Pledge) en tilgangur verkefnisins er að auka sýnileika kvenna í tónlistarlífinu. Sérlegir sendiherrar verkefnisins eru Anna Þorvaldsdóttir, staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og Eliza Reid forsetafrú.
Lesa meira
Hljómsveitarstjóra-akademía Sinfóníunnar heldur áfram
Hljómsveitarstjóra-akademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands hóf göngu sína síðastliðið haust en þar fengu ungir og efnilegir tónlistarnemendur tækifærti til að stjórna hljómsveitinni undir leiðsögn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstóra og Bjarna Frímanns Bjarnasonar staðarhljómsveitarstjóra.
Lesa meira

Occurrence – nýr diskur með íslenskum hljómsveitarverkum
Út er kominn nýr diskur, Occurrence, sem er þriðji diskurinn í samstarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og bandarísku útgáfunnar Sono Luminus. Þar flytur hljómsveitin ný íslensk hljómsveitarverk eftir Daníel Bjarnason, Veronique Vöku, Hauk Tómasson, Þuríði Jónsdóttur og Magnús Blöndal Jóhannsson undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Einleikarar eru Pekka Kuusisto og Mario Caroli. Tryggðu þér eintak hér á vef Smekkleysu.
Lesa meira
Nýjar dagsetningar á Valkyrju Wagners
Uppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar á Valkyrju Wagners sem vera átti á Listahátíð í Reykjavík í Hörpu 25. og 27. febrúar 2021 hefur verið frestað til febrúar 2022. Strangar ferða- og samkomutakmarkanir vegna heimsfaraldursins gera það að verkum að ekki er hægt að halda í fyrri áform.
Lesa meira
Tónleikar í febrúar
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur nú bætt við dagskrá sína tónleikum í febrúar og hefst miðasala fimmtudaginn 21. janúar kl. 8:00. Eva Ollikainen aðalstjórnandi hljómsveitarinnar stjórnar fernum klukkustundarlöngum tónleikum á fimmtudagskvöldum í Eldborg ásamt fjölskyldutónleikum með Maxímús Músíkús. Sætaframboð er takmarkað.
Lesa meira
Berlínarfílharmónían frumflytur CATAMORPHOSIS eftir Önnu Þorvaldsdóttur
- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir