Fréttasafn
Fréttasafn (Síða 6)
Fyrirsagnalisti
Skrifstofa SÍ lokuð í júlí
Skrifstofa Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður lokuð í júlí vegna sumarleyfa. Miðasalan er opin í Hörpu alla daga kl. 10-18, en einnig má hafa samband á sama tíma í síma 528-5050 eða með tölvupósti á midasala@harpa.is.
Lesa meira
Ólafur Kjartan staðarlistamaður Sinfóníunnar 2024/25
Ólafur Kjartan Sigurðarson er staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2024/25 og mun koma fram á þrennum tónleikum með hljómsveitinni á starfsárinu. Hann stendur nú á hátindi ferils síns og hefur síðustu ár sungið burðarhlutverk í mögum af virtustu óperuhúsum heims.
Lesa meira
Endurnýjun og sala nýrra áskriftakorta hefst 13. júní
Endurnýjun og sala nýrra áskrifta- og Regnbogakorta fyrir starfsárið 2024/25 hefst fimmtudaginn 13. júní hér á vef hljómsveitarinnar og í miðasölu Hörpu.
Lesa meira
Tryggvi M. Baldvinsson ráðinn í starf listræns ráðgjafa
Tryggvi M. Baldvinsson hefur verið ráðinn í starf listræns ráðgjafa hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Lesa meira
Hinn heimsþekkti Yo-Yo Ma spilar með Sinfóníunni og á dúótónleikum með píanistanum Kathryn Stott
Í október mun bandaríski sellóleikarinn Yo-Yo Ma leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu og á sérstökum dúótónleikum í Eldborg með breska píanistanum Kathryn Stott. Yo-Yo Ma er einn þekktasti núlifandi hljóðfæraleikari heims og er koma hans því sannkallaður stórviðburður í íslensku tónlistarlífi.
Lesa meira
Þrjár tilnefningar til OPUS KLASSIK
Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri og Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóta þrjár tilnefningar til hinna virtu þýsku OPUS KLASSIK verðlauna fyrir diskinn A Prayer to the Dynamo sem geymir verk Jóhanns Jóhannssonar. Diskurinn kom út hjá Deutsche Grammophon síðasta haust.
Lesa meira
Barbara Hannigan ráðin aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Kanadíski hljómsveitarstjórinn og söngkonan Barbara Hannigan hefur verið ráðin aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún mun taka við stöðunni í ágúst 2026 og gegna henni í þrjú starfsár.
Baggalútur og Sinfó á sumartónleikum í Eldborg
Miðasala er í fullum gangi á tónleika Baggalúts og Sinfó 13. og 15. júní í Eldborg. Leikin verða fjölmörg gríðarlega vinsæl, fjörug, hugljúf og ástsæl lög Baggalúts, listilega útsett fyrir hljómsveitina af vandvirku fagfólki – þar sem listrænir núansar og blæbrigði í melódíum og textum fá notið sín til fulls. Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikana.
Listrænn ráðgjafi
Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk.
Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að listrænum ráðgjafa í 50% starf til eins árs.
Lesa meira