Fréttasafn
Fréttasafn (Síða 6)
Fyrirsagnalisti

Tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Stykkishólm og Borgarnes í vikunni
Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur í Stykkishólm og heldur glæsilega tónleika í íþróttahúsinu fimmtudagskvöldið 7. mars kl. 19.30. Dagskrá tónleikanna skartar þremur verkum eftir höfuðtónskáld klassíska tímans en auk þess hljóma þrjú hugljúf íslensk lög í flutningi hljómsveitarinnar og sameinaðra kóra á Snæfellsnesi.
Lesa meira
Aukatónleikar með Baggalút og Sinfó laugardaginn 15. júní – miðasalan hafin
Vegna fjölda eftirspurna hefur aukatónleikum verið bætt við á stórtónleika Baggalúts og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg laugardagskvöldið 15. júní kl. 20.
Miðasala er hafin hér á vefnum og í miðasölu Hörpu.
Lesa meira
Mikilvægt samtal við hljómsveitina
Vera Panitch er 2. konsertmeistari Sinfóníuhljóm sveitar Íslands en bregður sér í hlutverk einleikarans 22. febrúar næstkomandi og leikur hinn magnþrungna fiðlukonsert danska tónskáldsins Carls Nielsen. Hún segir verkið bæði hrífandi og ögrandi.
Lesa meira
Tvær lausar tutti stöður í annarri fiðlu
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir til umsóknar tvær lausar tutti stöður í annarri fiðlu.
Hæfnispróf fer fram 30. maí 2024 í Hörpu.
Lesa meira

Staða leiðara í slagverksdeild
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu leiðara í slagverksdeild.
Hæfnispróf fer fram 28. maí 2024 í Hörpu.

Baggalútur og Sinfó sameinast þann 13. júní á stórtónleikum í Hörpu
Tvær ástsælustu hljómsveitir landsins, gleði- og aðventusveitirnar Sinfóníuhljómsveit Íslands og Baggalútur, sameina krafta sína á stórtónleikum í Eldborg í júní.
Tryggið ykkur sæti í tíma – Miðasala hafin hér á vefnum og í miðasölu Hörpu.

Ungsveitarnámskeið SÍ 2024
Prufuspil fyrir þátttöku í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2024 verða haldin í Hörpu 18., 19. og 20. mars næstkomandi.
Verkefni Ungsveitarinnar að þessu sinni er Sinfónía nr. 9 frá Nýja heiminum eftir Dvorák og Fanfare for the Common Man eftir Copland undir stjórn Nathanaël Iselin.
Hér má nálgast nánari upplýsingar fyrir umsækjendur.
Lesa meira

Sigurvegarar Ungra einleikara 2024
Seinni umferð keppninnar Ungir einleikarar fór fram föstudaginn 5.janúar í Kaldalóni í Hörpu. Ungir einleikarar er samstarfsverkefni LHÍ og Sinfóníuhljómsveitar Íslands en sigurvegarar keppninnar fá tækifæri til þess að flytja einleik á Eldborgarsviði Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveitinni.
Lesa meira

Annáll 2023
Sinfóníuhljómsveit Íslands lék fyrir um 90.000 gesti hér heima og erlendis á 92 fjölbreyttum og litríkum tónleikum á árinu sem er að líða.
Hápunktur ársins var tónleikaferð hljómsveitarinnar til Bretlands í apríl þar sem haldnir voru sjö tónleikar undir stjórn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra. Einleikari í ferðinni var Stephen Hough sem er jafnan talinn í hópi virtustu og fjölhæfustu píanóleikara samtímans.
Lesa meira
Anna Þorvaldsdóttir og Sinfónían valin á topplista The New York Times
Platan ARCHORA / AIŌN með verkum Önnu Þorvaldsdóttur í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra SÍ var valin á lista yfir bestu klassísku plötur ársins 2023 hjá dagblaðinu The New York Times.
Lesa meira