EN

Tónleikar & miðasala

janúar 2019

Vínartónleikar 10. jan. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar. Nokkur af djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrána sem hefst venju samkvæmt á forleiknum að Leðurblökunni og lýkur á Dónárvalsinum. Inn á milli heyrast meðal annars vinsælar óperettuaríur og dúettar, Heut' nacht hab' ich geträumt von dir eftir Kálman, sem hefur óvænt slegið í gegn á Íslandi á seinni árum við textann „Ég er kominn heim“. Af öðrum atriðum má nefna Kampavínsgalopp sem áhorfendur RÚV þekkja úr gamansömu tónlistarmyndbandi sem jafnan er sýnt á nýársnótt. Dansarar stíga einnig á svið og ljá tónleikunum einstakan hátíðarblæ.

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað stundaði framhaldsnám við Hollensku óperuakademíuna og hefur sungið við frábærar undirtektir bæði í Hollandi og hér heima. Sveinn Dúa Hjörleifsson er fastráðinn við Óperuna í Leipzig en var áður fastur söngvari við Óperuhúsið í Linz og söng þar fjölmörg helstu hlutverk óperubókmenntanna. Danski hljómsveitarstjórinn Christian Kluxen hefur stjórnað víða um heim og er fastagestur við Óperuhúsið í Kaupmannahöfn auk þess að vera aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Victoria í Kanada.

Tónleikakynning » 18:00

Vínartónleikar 11. jan. 19:30 Föstudagur Eldborg | Harpa

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar. Nokkur af djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrána sem hefst venju samkvæmt á forleiknum að Leðurblökunni og lýkur á Dónárvalsinum. Inn á milli heyrast meðal annars vinsælar óperettuaríur og dúettar, Heut' nacht hab' ich geträumt von dir eftir Kálman, sem hefur óvænt slegið í gegn á Íslandi á seinni árum við textann „Ég er kominn heim“. Af öðrum atriðum má nefna Kampavínsgalopp sem áhorfendur RÚV þekkja úr gamansömu tónlistarmyndbandi sem jafnan er sýnt á nýársnótt. Dansarar stíga einnig á svið og ljá tónleikunum einstakan hátíðarblæ.

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað stundaði framhaldsnám við Hollensku óperuakademíuna og hefur sungið við frábærar undirtektir bæði í Hollandi og hér heima. Sveinn Dúa Hjörleifsson er fastráðinn við Óperuna í Leipzig en var áður fastur söngvari við Óperuhúsið í Linz og söng þar fjölmörg helstu hlutverk óperubókmenntanna. Danski hljómsveitarstjórinn Christian Kluxen hefur stjórnað víða um heim og er fastagestur við Óperuhúsið í Kaupmannahöfn auk þess að vera aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Victoria í Kanada.

Vínartónleikar 12. jan. 16:00 Laugardagur Eldborg | Harpa

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar. Nokkur af djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrána sem hefst venju samkvæmt á forleiknum að Leðurblökunni og lýkur á Dónárvalsinum. Inn á milli heyrast meðal annars vinsælar óperettuaríur og dúettar, Heut' nacht hab' ich geträumt von dir eftir Kálman, sem hefur óvænt slegið í gegn á Íslandi á seinni árum við textann „Ég er kominn heim“. Af öðrum atriðum má nefna Kampavínsgalopp sem áhorfendur RÚV þekkja úr gamansömu tónlistarmyndbandi sem jafnan er sýnt á nýársnótt. Dansarar stíga einnig á svið og ljá tónleikunum einstakan hátíðarblæ.

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað stundaði framhaldsnám við Hollensku óperuakademíuna og hefur sungið við frábærar undirtektir bæði í Hollandi og hér heima. Sveinn Dúa Hjörleifsson er fastráðinn við Óperuna í Leipzig en var áður fastur söngvari við Óperuhúsið í Linz og söng þar fjölmörg helstu hlutverk óperubókmenntanna. Danski hljómsveitarstjórinn Christian Kluxen hefur stjórnað víða um heim og er fastagestur við Óperuhúsið í Kaupmannahöfn auk þess að vera aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Victoria í Kanada.

Vínartónleikar 12. jan. 19:30 Laugardagur Eldborg | Harpa

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar. Nokkur af djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrána sem hefst venju samkvæmt á forleiknum að Leðurblökunni og lýkur á Dónárvalsinum. Inn á milli heyrast meðal annars vinsælar óperettuaríur og dúettar, Heut' nacht hab' ich geträumt von dir eftir Kálman, sem hefur óvænt slegið í gegn á Íslandi á seinni árum við textann „Ég er kominn heim“. Af öðrum atriðum má nefna Kampavínsgalopp sem áhorfendur RÚV þekkja úr gamansömu tónlistarmyndbandi sem jafnan er sýnt á nýársnótt. Dansarar stíga einnig á svið og ljá tónleikunum einstakan hátíðarblæ.

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað stundaði framhaldsnám við Hollensku óperuakademíuna og hefur sungið við frábærar undirtektir bæði í Hollandi og hér heima. Sveinn Dúa Hjörleifsson er fastráðinn við Óperuna í Leipzig en var áður fastur söngvari við Óperuhúsið í Linz og söng þar fjölmörg helstu hlutverk óperubókmenntanna. Danski hljómsveitarstjórinn Christian Kluxen hefur stjórnað víða um heim og er fastagestur við Óperuhúsið í Kaupmannahöfn auk þess að vera aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Victoria í Kanada.

Ungir einleikarar 17. jan. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

  • Efnisskrá

    Gustave Charpentier Depuis le jour, úr Louise
    Leonard Bernstein Glitter and be Gay, úr Candide
    W.A. Mozart Der Hölle Rache..., úr Töfraflautunni
    Jean Sibelius Fiðlukonsert í d-moll
    Samuel Barber Must the Winter Come So Soon, úr Vanessu
    W.A. Mozart Smanie implacabili, úr Cosi fan tutte
    Gustav Mahler Urlicht
    Jean Sibelius Var det en dröm, úr Fimm söngvum op. 37
    Georges Bizet Habanera, úr Carmen
    Edward Elgar Sellókonsert í e-moll

  • Hljómsveitarstjóri

    Ligia Amadio

  • Ungir einleikarar 2019

    Harpa Ósk Björnsdóttir, einsöngvari
    Guðbjartur Hákonarson, fiðluleikari
    Silja Elsabet Brynjarsdóttir, einsöngvari
    Hjörtur Páll Eggertsson, sellóleikari

Tónskáldaspjall 31. jan. 18:30 Fimmtudagur Hörpuhorn | Harpa

  • Um viðburðinn

    Opið spjall á undan tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum þar sem hljómsveitin flytur m.a. verkið Metacosmos eftir Önnu.

  • Tónskáld

    Anna Þorvaldsdóttir

  • Umsjón

    Árni Heimir Ingólfsson

Sinfónían á Myrkum músíkdögum 31. jan. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Á Myrkum músíkdögum 2019 verða blásturshljóðfæri í forgrunni. Flautukonsert Þuríðar Jónsdóttur frá árinu 2008 er meistaraleg tónsmíð þar sem hún blandar saman einleiksflautu, hljómsveit og krybbu- og engisprettuhljóðum. 

Nýr konsert Páls Ragnars Pálssonar fyrir flautu og fagott hljómar hér í fyrsta sinn, en verkið er sérstaklega samið fyrir Hallfríði Ólafsdóttur, 1. flautuleikara Sinfóníunnar. Ítalski flautuleikarinn Mario Caroli sérhæfir sig í flutningi nýrrar tónlistar og frumflutti konsert Þuríðar með miklum glæsibrag árið 2009. Eistneski fagottleikarinn Martin Kuuskmann hefur sömuleiðis vakið heimseftirtekt fyrir túlkun sína á nýrri tónlist.

Auk þess hljómar hér í fyrsta sinn á Íslandi nýtt hljómsveitarverk Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands, samið fyrir Fílharmóníuhljómsveitina í New York og frumflutt þar undir stjórn Esa-Pekka Salonen í apríl síðastliðnum. Það er til marks um stöðu Önnu í tónlistarheiminum að hin víðfræga Fílharmóníuhljómsveit Berlínar mun flytja þetta nýja verk fáeinum dögum áður en það hljómar á Íslandi í fyrsta sinn.

Upptaktur tónleikanna verður óvenjulegur, því að Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands flytur hina einkar frumlegu tónsmíð Handsfree eftir breska tónskáldið Önnu Meredith, sem hún samdi fyrir Ungsveit Bretlandseyja. Verkið var frumflutt á Proms-tónlistarhátíðinni 2012 við frábærar undirtektir og hefur síðan farið sigurför um heiminn, enda með eindæmum skemmtilegt og nýstárlegt.

febrúar 2019

Prokofíev og Brahms 7. feb. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Rússneski píanistinn Denis Kozhukhin er ein skærasta píanóstjarna síðari ára. Hann hlaut fyrstu verðlaun í Queen Elisabeth-keppninni í Brussel 2010, aðeins 23 ára gamall, og á síðasta tónleikaári lék hann m.a. með heimsþekktum stjórnendum á borð við Daniel Barenboim og Simon Rattle. Hljóðritun hans á píanókonsertum eftir Tsjajkovskíj og Grieg hefur fengið mikið lof og var valin diskur mánaðarins hjá Gramophone. Kraftmikill píanóleikur hans sver sig í ætt við „rússneska skólann“ svonefnda og hentar tónlist Prokofíevs fullkomlega. Hér leikur Kozhukhin hinn glæsilega konsert nr. 2 sem gerir miklar kröfur um tæknilega færni og úthald einleikarans.

Atli Heimir Sveinsson fagnar áttræðisafmæli sínu í september 2018 og af því tilefni flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands eitt af hans sjaldheyrðari verkum. Atli samdi Infinitesimal Fragments of Eternity (Örsmá eilífðarbrot) fyrir Kammersveitina í St. Paul í Minnesota árið 1982 í tilefni af menningarhátíðinni Scandinavia Today. Fjórða sinfónía Brahms er stórfenglegt og safaríkt verk sem innblásið er af barokkformum og ekki síst tónlist Bachs. Spænski hljómsveitarstjórinn Antonio Méndez vakti alþjóðlega athygli þegar hann vann til verðlauna í hinni virtu Malko keppni í Kaupmannahöfn árið 2012. Þegar hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands vorið 2016 stóðu áheyrendur á öndinni, gagnrýnendur gáfu fimm stjörnur og sögðu tónleikana hafa verið „óaðfinnanlega“. 

  • Efnisskrá

    Atli Heimir Sveinsson Örsmá eilífðarbrot
    Sergei Prokofíev Píanókonsert nr. 2
    Johannes Brahms Sinfónía nr. 4

  • Hljómsveitarstjóri

    Antonio Méndez

  • Einleikari

    Denis Kozhukhin

Tónleikakynning » 18:00

Pétur og úlfurinn 16. feb. 14:00 Laugardagur Eldborg | Harpa

Bernd Ogrodnik og brúðurnar hans gera söguna um Pétur og úlfinn ljóslifandi og eftirminnilega í barnvænni og fallegri uppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Halldóru Geirharðsdóttur. Bernd er einn fremsti brúðugerðarmeistari heims og hefur sýning hans á Pétri og úlfinum farið sigurför víða um heim enda töfrum líkust. Pétur og úlfurinn er eitt ástsælasta tónlistarævintýri sem sögur fara af, saga þar sem hver sögupersóna er túlkuð af hljóðfæri eða hljóðfærum sinfóníuhljómsveitarinnar. Þótt Pétri og úlfinum hafi verið fálega tekið þegar verkið var frumflutt í Moskvu árið 1936 þá má með sanni segja að verkið hafi öðlast alþjóðlegar vinsældir, ekki aðeins meðal barna, enda býr verkið yfir eilífum æskublóma.

Fyrsti þáttur Leikfangasinfóníunnar sem eignuð er Leopold Mozart (föður Wolfgangs) verður fluttur á tónleikunum með aðstoð Maxímús Músíkús og ungra einleikara sem mynda leikfangasextett. Það má búast við mikilli leikgleði þegar Maxi og félagar slást í för með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ekki mun stemningin verða síðri þegar hljómsveitin flytur hið geysivinsæla Bolero eftir Ravel.

 

  • Efnisskrá

    Leopold Mozart Allegro úr Leikfangasinfóníunni
    Sergej Prokofíev Pétur & úlfurinn
    Maurice Ravel Bolero

  • Hljómsveitarstjóri

    Maxime Tortelier

  • Sögumaður

    Trúðurinn Barbara

  • Brúðugerðarmeistari

    Bernd Ogrodnik

Pétur og úlfurinn 16. feb. 16:00 Laugardagur Eldborg | Harpa

Bernd Ogrodnik og brúðurnar hans gera söguna um Pétur og úlfinn ljóslifandi og eftirminnilega í barnvænni og fallegri uppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Halldóru Geirharðsdóttur. Bernd er einn fremsti brúðugerðarmeistari heims og hefur sýning hans á Pétri og úlfinum farið sigurför víða um heim enda töfrum líkust. Pétur og úlfurinn er eitt ástsælasta tónlistarævintýri sem sögur fara af, saga þar sem hver sögupersóna er túlkuð af hljóðfæri eða hljóðfærum sinfóníuhljómsveitarinnar. Þótt Pétri og úlfinum hafi verið fálega tekið þegar verkið var frumflutt í Moskvu árið 1936 þá má með sanni segja að verkið hafi öðlast alþjóðlegar vinsældir, ekki aðeins meðal barna, enda býr verkið yfir eilífum æskublóma.

Fyrsti þáttur Leikfangasinfóníunnar sem eignuð er Leopold Mozart (föður Wolfgangs) verður fluttur á tónleikunum með aðstoð Maxímús Músíkús og ungra einleikara sem mynda leikfangasextett. Það má búast við mikilli leikgleði þegar Maxi og félagar slást í för með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ekki mun stemningin verða síðri þegar hljómsveitin flytur hið geysivinsæla Bolero eftir Ravel.

 

  • Efnisskrá

    Leopold Mozart Allegro úr Leikfangasinfóníunni
    Sergej Prokofíev Pétur & úlfurinn
    Maurice Ravel Bolero

  • Hljómsveitarstjóri

    Maxime Tortelier

  • Sögumaður

    Trúðurinn Barbara

  • Brúðugerðarmeistari

    Bernd Ogrodnik

Brantelid leikur Elgar 28. feb. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Danski sellóleikarinn Andreas Brantelid vann hug og hjörtu íslenskra tónleikagesta þegar hann lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2016. Einn gagnrýnandi kvaðst „aldrei hafa heyrt jafnvel spilað á selló“ og að túlkunin á sellókonsert Dvořáks hafi verið framúrskarandi. Nú snýr Brantelid aftur með annað vinsælt meistaraverk í farteskinu. Tilfinningaþrunginn sellókonsert Elgars vekur í hugum margra minningu um sjóðheita túlkun Jacqueline du Pré. Brantelid hefur leikið þennan konsert með hljómsveitum um allan heim frá því hann var 14 ára gamall og þekkir hverja hendingu hans út og inn.

Í desember 2018 verður öld liðin frá fæðingu Jórunnar Viðar og af því tilefni flytur hljómsveitin eitt af tímamótaverkum hennar. Eldur var fyrsta sinfóníska tónsmíð íslenskrar konu og jafnframt fyrsti ballettinn sem settur var á svið hér á landi við íslenska tónlist. Finnski stjórnandinn Eva Ollikainen stjórnar sömuleiðis þriðju sinfóníu pólska meistarans Lutosławskis, sem hann samdi fyrir Chicago-sinfóníuna og Sir Georg Solti árið 1983. Þetta er almennt talin ein magnaðasta sinfónía frá seinni hluta 20. aldar og hlaut hún feykigóðar viðtökur þegar við frumflutninginn, auk þess sem tónskáldið fékk hin virtu Grawemeyer-verðlaun fyrir verkið árið 1985. 

  • Efnisskrá

    Jórunn Viðar Eldur
    Edward Elgar Sellókonsert
    Witold Lutosławski Sinfónía nr. 3

  • Hljómsveitarstjóri

    Eva Ollikainen

  • Einleikari

    Andreas Brantelid

Tónleikakynning » 18:00

mars 2019

Tjáning tregans 1. mar. 18:00 Föstudagur Norðurljós | Harpa

Barnastund Sinfóníunnar 9. mar. 11:30 Laugardagur Norðurljós | Harpa

  • Efnisskrá

    Hressileg og fjörmikil dagskrá ásamt sígildum lögum og söngvum sem styttir biðina eftir vorinu.

  • Kynnir

    Hjördís Ástráðsdóttir og
    Sigurður Þór Óskarsson

Hellekant og Bjarni Frímann (áður: Von Otter og Tortelier) 21. mar. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Tónleikakynning » 18:00

Mendelssohn og Beethoven 28. mar. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Fiðluleikarinn Judith Ingólfsson er dóttir Ketils Ingólfssonar stærðfræðings og tók fyrstu skrefin í tónlistinni sem nemandi í Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Hún sigraði í Alþjóðlegu fiðlukeppninni í Indianapolis árið 1998 og gagnrýnandi New York Times líkti leik hennar við kraftmikla flugeldasýningu. Judith er nú prófessor í fiðluleik við Tónlistarháskólann í Stuttgart og það er sannkallað gleðiefni að hún skuli leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands eftir langt hlé. Fiðlukonsert Mendelssohns er líka ótvíræður gleðigjafi, léttur og leikandi en líka tilþrifamikill og gefur einleikaranum færi á að sýna hinar ólíku hliðar hljóðfærisins.

Sjöunda sinfónía Beethovens er ein sú fjörugasta sem hann samdi. Wagner kallaði hana „fullkomnun dansins“ og sérstökum vinsældum hefur annar kafli verksins náð, en hann hljómaði meðal annars í kvikmyndinni vinsælu The King's Speech. Sir Malcolm Sargent var einn fremsti hljómsveitarstjóri Bretlands á 20. öld en var jafnframt prýðilegt tónskáld. Svipmynd hans í tónum af gustríkum degi hljómaði á Last Night of the Proms-tónleikunum 2017 undir stjórn Sakaris Oramo og létu gagnrýnendur allir sem einn í ljós undrun sína á því að svo frábær tónsmíð skyldi nærri hafa fallið í gleymsku.

  • Efnisskrá

    Malcolm Sargent Impression on a Windy Day
    Felix Mendelssohn Fiðlukonsert
    Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 7

  • Hljómsveitarstjóri

    Yan Pascal Tortelier

  • Einleikari

    Judith Ingólfsson

Tónleikakynning » 18:00

Dansandi sinfónía 29. mar. 18:00 Föstudagur Norðurljós | Harpa

  • Efnisskrá

    Bergrún Snæbjörnsdóttir Skin In
    Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 7

  • Hljómsveitarstjóri

    Bjarni Frímann Bjarnason

apríl 2019

Star Wars - bíótónleikar 3. apr. 19:30 Miðvikudagur Eldborg | Harpa

Stjörnustríð eða Star Wars er ein frægasta kvikmyndasyrpa allra tíma. Fyrsta myndin, frá árinu 1977, sló strax í gegn og má segja að ekkert lát hafi orðið á vinsældunum síðan. Nú eru myndirnar alls orðnar átta og sagan sem þar er sögð er ævintýralegri en nokkurn óraði fyrir í upphafi.

John Williams hefur samið tónlistina við allar Stjörnustríðsmyndirnar. Litrík og glæsileg tónlistin á stóran þátt í vinsældum myndanna enda hefur Williams sópað til sín verðlaunum fyrir tónlistina. Alls notar hann um 50 stef sem snúa aftur og tengjast ákveðnum persónum eða kringumstæðum, rétt eins og Richard Wagner gerði í óperum sínum meira en 100 árum fyrr. 

Í upphaflegu myndinni frá 1977 lék Sinfóníuhljómsveit Lundúna tónlistina, en á þessum tónleikum verður myndin sýnd við lifandi flutning Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þetta eru tónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af.  

  • Star Wars: A New Hope

    Tónlist eftir John Williams við kvikmynd George Lucas

  • Hljómsveitarstjóri

    Ted Sperling

Star Wars - bíótónleikar 4. apr. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Stjörnustríð eða Star Wars er ein frægasta kvikmyndasyrpa allra tíma. Fyrsta myndin, frá árinu 1977, sló strax í gegn og má segja að ekkert lát hafi orðið á vinsældunum síðan. Nú eru myndirnar alls orðnar átta og sagan sem þar er sögð er ævintýralegri en nokkurn óraði fyrir í upphafi.

John Williams hefur samið tónlistina við allar Stjörnustríðsmyndirnar. Litrík og glæsileg tónlistin á stóran þátt í vinsældum myndanna enda hefur Williams sópað til sín verðlaunum fyrir tónlistina. Alls notar hann um 50 stef sem snúa aftur og tengjast ákveðnum persónum eða kringumstæðum, rétt eins og Richard Wagner gerði í óperum sínum meira en 100 árum fyrr. 

Í upphaflegu myndinni frá 1977 lék Sinfóníuhljómsveit Lundúna tónlistina, en á þessum tónleikum verður myndin sýnd við lifandi flutning Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þetta eru tónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af.  

  • Star Wars: A New Hope

    Tónlist eftir John Williams við kvikmynd George Lucas

  • Hljómsveitarstjóri

    Ted Sperling

Star Wars - bíótónleikar 5. apr. 19:30 Föstudagur Eldborg | Harpa

Stjörnustríð eða Star Wars er ein frægasta kvikmyndasyrpa allra tíma. Fyrsta myndin, frá árinu 1977, sló strax í gegn og má segja að ekkert lát hafi orðið á vinsældunum síðan. Nú eru myndirnar alls orðnar átta og sagan sem þar er sögð er ævintýralegri en nokkurn óraði fyrir í upphafi.

John Williams hefur samið tónlistina við allar Stjörnustríðsmyndirnar. Litrík og glæsileg tónlistin á stóran þátt í vinsældum myndanna enda hefur Williams sópað til sín verðlaunum fyrir tónlistina. Alls notar hann um 50 stef sem snúa aftur og tengjast ákveðnum persónum eða kringumstæðum, rétt eins og Richard Wagner gerði í óperum sínum meira en 100 árum fyrr. 

Í upphaflegu myndinni frá 1977 lék Sinfóníuhljómsveit Lundúna tónlistina, en á þessum tónleikum verður myndin sýnd við lifandi flutning Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þetta eru tónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af.  

  • Star Wars: A New Hope

    Tónlist eftir John Williams við kvikmynd George Lucas

  • Hljómsveitarstjóri

    Ted Sperling

Isabelle Faust og Mahler 11. apr. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Isabelle Faust er einn fremsti fiðluleikari samtímans og mörgum er enn í fersku minni túlkun hennar á fiðlukonsertum Beethovens og Stravinskíjs þegar hún var staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2010– 2011. Síðan hefur stjarna hennar risið enn hærra í tónlistarheiminum. Hún kemur reglulega fram með Berlínarfílharmóníunni, er staðarlistamaður Mahler-kammersveitarinnar og hlaut Gramophone-verðlaunin 2017 fyrir túlkun sína á konsertum Mozarts.

Í stórbrotnum sinfóníum sínum kannaði Gustav Mahler áður óþekkta heima. Honum entist aðeins aldur til að ljúka við níu slíkar, en þegar hann lést árið 1911 skildi hann eftir sig tíundu sinfóníuna svo að segja fullgerða. 

Mahler hafði aðeins lokið við að útsetja fyrsta þáttinn fyrir hljómsveit en árið 1960 fullgerði breski tónlistarfræðingurinn Deryck Cooke verkið og tókst frábærlega að laða fram hinn einstaka tón Mahlers. Tíunda sinfónían er mikilfenglegt meistaraverk, tilfinningaþrungið og dramatískt, sem lætur engan ósnortinn. Osmo Vänskä, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar, er einn fremsti Mahler-túlkandi samtímans. Hljóðritanir hans á verkum meistarans hafa fengið frábæra dóma og nýjasti hljómdiskur hans, með fimmtu sinfóníu Mahlers, var nýverið tilnefndur til Grammy-verðlauna.

maí 2019

Quentin Blake-The Giraffe and the Pelle and me

Strákurinn og slikkeríið 4. maí 14:00 Laugardagur Eldborg | Harpa

Strákurinn og slikkeríið er nýtt tónlistarævintýri eftir Jóhann G. Jóhannsson sem byggt er á sögu eftir Roald Dahl. Jóhann G. samdi tónlistina við Skilaboðaskjóðuna og færði lög Astrid Lindgren í hljómsveitarbúning á fádæma vinsælum tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar síðastliðið haust. Í Stráknum og slikkeríinu sláumst við í för með litlum dreng og þremur kostulegum vinum hans úr dýraríkinu: gíraffa, pelíkana og apa. 

Í grípandi sönglögum og litríkum ljóðum bregða söngvararnir sér í líki sögupersónanna, jafnt dýra sem manna. Andi Roalds Dahl svífur yfir vötnum með kímni, spennu og óvæntum vendingum allt til enda. Í tónlistarævintýrinu taka Brynhildur Guðjónsdóttir og Unnsteinn Manuel Stefánsson ásamt Stúlknakór Reykjavíkur höndum saman og hjálpast að við leysa vandamál og láta drauma rætast. Hljómsveitarstjóri er Noam Aviel sem þreytir frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

  • Strákurinn og slikkeríið

    Tónlist og texti eftir Jóhann G. Jóhannsson byggt á sögu Roald Dahl

  • Hljómsveitarstjóri

    Noam Aviel

  • Söngvarar

    Brynhildur Guðjónsdóttir og
    Unnsteinn Manuel Stefánsson

  • Kór

    Stúlknakór Reykjavíkur

Lugansky spilar Grieg 9. maí 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Rússneski píanósnillingurinn Nikolai Lugansky vakti gífurlega hrifningu haustið 2016 þegar hann lék þriðja píanókonsert Rakhmanínovs í Eldborg á fyrstu tónleikunum sem Yan Pascal Tortelier stýrði sem aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Lugansky snýr nú aftur til Íslands og leikur hinn sívinsæla píanókonsert Griegs, þar sem tónskáldið sameinar í stóru formi blæbrigði norskra þjóðlaga og tónsmíðahefð þýskrar rómantíkur. Konsertinn varð umsvifalaust einn sá vinsælasti sem um getur. Þegar Franz Liszt hafði leikið hann í návist tónskáldsins árið 1870 er sagt að píanistinn frægi hafi hrópað upp yfir sig: „Haltu áfram að semja, í Guðs bænum! Þú hefur það sem til þarf!“

Önnur verk á efnisskránni eru þrungin spennu. Dramatískur forleikur Verdis að óperunni Á valdi örlaganna setur sviðið fyrir harmleikinn sem í vændum er: elskendurnir Alvaro og Leónóra fá ekki að eigast vegna andstöðu foreldranna. Hið sama er vitaskuld uppi á teningnum í Rómeó og Júlíu, og tónlist Prokofíevs fangar öll blæbrigði ástarinnar með áhrifamiklum hætti. Aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar, Yan Pascal Tortelier, hefur stjórnað ballettsvítum Prokofíevs víða um heim við frábærar undirtektir og það verður spennandi að fylgjast með túlkun hans á þessu magnaða verki.  

Tónleikakynning » 18:00

Brahms og Bjarni Frímann 16. maí 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Tveir frábærir íslenskir strengjaleikarar leiða saman hesta sína á þessum tónleikum. Ari Þór Vilhjálmsson hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn og er nú leiðari 2. fiðlu Fílharmóníusveitarinnar í Helsinki, en Sigurgeir Agnarsson er leiðandi sellóleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sama leika þeir tilfinningaþrunginn tvíkonsert Brahms fyrir fiðlu og selló, síðasta hljómsveitarverk meistarans. Akademíski hátíðarforleikurinn er glaðvært skemmtistykki sem Brahms samdi í þakkarskyni eftir að honum hafði verið veitt heiðursdoktorsnafnbót við þýskan háskóla. Verkinu lýkur með stúdentasöngnum Gaudeamus igitur og á það vel við á vordögum þegar útskriftir eru á næsta leiti.

Louise Farrenc var framúrskarandi píanóleikari á 19. öld og starfaði í meira en þrjá áratugi sem prófessor í píanóleik við Tónlistarháskólann í París. Hún samdi fjölmörg píanó- og kammerverk, en einnig þrjár rómantískar sinfóníur sem þykja sérlega vel heppnaðar. Á síðustu árum hafa tónsmíðar Farrenc verið grafnar úr gleymsku og þykir ljóst að hún verðskuldar stóran sess í tónlistarsögunni. Í kjölfar tónleikanna verður sinfónía Farrenc hljóðrituð fyrir geisladisk á vegum breska hljómplötuforlagsins Chandos og er sérstakt ánægjuefni að Sinfóníuhljómsveit Íslands leggi sitt af mörkum til að kynna verk þessa merka tónskálds á alþjóðlegum vettvangi. Tónleikunum lýkur á spænskuskotinni fantasíu Chabriers þar sem hann fléttar saman sprellfjöruga spænska dansa með eftirminnilegum tilþrifum. 

Thibaudet og Beethoven 23. maí 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Franski píanistinn Jean-Yves Thibaudet hefur um áratuga skeið verið einn sá fremsti á heimsvísu. Hljóðritanir hans hafa selst í metupplögum og hann hefur haldið tónleika með stjörnulistamönnum á borð við Joshua Bell, Renée Fleming og Ceciliu Bartoli. Árið 2011 frumflutti Thibaudet píanókonsert nr. 3 eftir skoska tónskáldið James MacMillan, litríkt og stórbrotið verk innblásið af aldagömlum kirkjusöng og trúarsiðum kaþólskra. Tónlist MacMillans er sérlega litrík og eftir frumflutninginn skrifaði einn gagnrýnandi að verkið væri „yfirflæðandi af litum og áhugaverðum augnablikum“. Það er sannarlega tilhlökkunarefni að Thibaudet skuli flytja þetta verk á Íslandi og að samverkamaður hans hér sé einmitt Osmo Vänskä, heiðursstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem einnig stýrði frumflutningnum. 

„Hetjuhljómkviða“ Beethovens er eitt af tímamótaverkum tónlistarsögunnar, kynngimagnað verk sem sprengdi öll viðmið um það hvað sinfónía átti að vera. Innblásturinn að verkinu er sagður hafa verið sjálfur Napóleón, en þegar hann tók sér keisaranafnbót dró Beethoven tileinkunina til baka. Tónlistin er þó eftir sem áður innblásin af ímynd hetjunnar, kraftmikil og djörf. Tónleikarnir hefjast á stemningsríku verki Kaiju Saariaho, einu margverðlaunaðasta samtímatónskáldi Norðurlanda. Hér sækir hún innblástur í norrænan vetrarhiminn og viðbrögð gagnrýnenda hafa öll verið á einn veg: „dásamlega fagurt næturljóð með impressjónísku ívafi“ og „einhver áhrifamesta tónlist sem Saariaho hefur samið til þessa.“

  • Efnisskrá

    Kaija Saariaho Ciel d’hiver (Vetrarhiminn)
    James MacMillan Píanókonsert nr. 3, „Leyndardómar ljóssins“
    Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 3, „Hetjuhljómkviðan“

  • Hljómsveitarstjóri

    Osmo Vänskä

  • Einleikari

    Jean-Yves Thibaudet

Tónleikakynning » 18:00

júní 2019

ágúst 2019

Maxímús Músíkús á Menningarnótt 24. ágú. 15:00 Laugardagur Eldborg | Harpa

  • Efnisskrá

    Maurice Ravel Bóleró
    Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 5, fyrsti þáttur
    Aaron Copland Hátíðargjall fyrir hinn almenna borgara
    Sigvaldi Kaldalóns Á Sprengisandi
    Hallfríður Ólafsdóttir Lagið hans Maxa

  • Hljómsveitarstjóri

    Bjarni Frímann Bjarnason

  • Sögumaður

    Valur Freyr Einarsson

Maraþontónleikar á Menningarnótt 24. ágú. 17:00 Laugardagur Eldborg | Harpa

Klassíkin okkar: Tónlistarsagan þín 30. ágú. 20:00 Föstudagur Eldborg | Harpa

  • Efnisskrá

    Sergej Prokofíev Montag og Kapúlett úr Rómeó og Júlíu
    Giacomo Puccini Un bel dì vedremo úr Madama Butterfly
    Giacomo Puccini Che gelida manina úr La bohème
    Johannes Brahms Wie lieblich sind deine Wohnungen úr Þýskri sálumessu
    Edward Elgar Nimrod úr Enigma-tilbrigðunum
    Wolfgang Amadeus Mozart Sálumessa, valdir kaflar
    Johann Pachelbel Kanón
    Wolfgang Amadeus Mozart Klarínettkonsert, 2. kafli
    Georg Frederick Händel Hallelúja-kórinn úr Messíasi
    Samuel Barber Adagio fyrir strengi
    John Williams Schindler's List, meginstef
    John Adams Short Ride in a Fast Machine
    Pjotr Tsjajkovskíj Sinfónía nr. 4, lokakafli

  • Hljómsveitarstjóri

    Daníel Bjarnason

  • Einleikarar

    Arngunnur Árnadóttir
    Sigrún Eðvaldsdóttir

  • Einsöngvarar

    Elmar Gilbertsson
    Hallveig Rúnarsdóttir

  • Kórar

    Hljómeyki
    Mótettukór Hallgrímskirkju
    Söngsveitin Fílharmónía

september 2019

Tónleikar í Reykjanesbæ 3. sep. 19:30 Þriðjudagur Hjómahöllinni í Reykjanesbæ

  • Efnisskrá

    Edvard Grieg Pétur Gautur, valdir þættir
    W.A. Mozart Hornkonsert nr. 3
    Sigfús Einarsson Draumalandið
    Sigvaldi Kaldalóns Ave María
    Antonín Dvořák Söngur mánans úr Rusalka
    Giacomo Puccini Vissi d'arte úr Tosca
    Jean Sibelius Sinfónía nr. 5

  • Hljómsveitarstjóri

    Daníel Bjarnason

  • Einleikari

    Stefán Jón Bernharðsson

  • Einsöngvari

    Bylgja Dís Gunnarsdóttir

Tónleikar á Ísafirði 5. sep. 19:30 Fimmtudagur Íþróttahúsið Torfnesi

  • Efnisskrá

    Edvard Grieg Pétur Gautur, valdir þættir
    W.A. Mozart Hornkonsert nr. 3
    Frédéric Chopin úr píanókonsert nr. 2
    Páll Ísólfsson Úr útsæ rísa Íslands fjöll
    Sigfús Einarsson Draumalandið
    Sigvaldi Kaldalóns Ave María
    Antonín Dvořák Söngur mánans úr Rusalka
    Giacomo Puccini Quando men vo úr La bohème
    Jean Sibelius Sinfónía nr. 5

  • Hljómsveitarstjóri

    Daníel Bjarnason

  • Einleikarar

    Stefán Jón Bernharðsson
    Mikolaj Ólafur Frach

  • Einsöngvari

    Herdís Anna Jónasdóttir

  • Kórstjóri

    Beata Joó

Fjölskyldutónleikar á Ísafirði 6. sep. 10:00 Föstudagur Íþróttahúsið Torfnesi

  • Efnisskrá

    Tónlist úr Línu langsokk, Emil í Kattholti og fleiri ævintýrum eftir Astrid Lindgren í nýjum útsetningum eftir Jóhann G. Jóhannsson.

  • Hljómsveitarstjóri

    Daníel Bjarnason

  • Sögumenn

    Þórunn Arna Kristjánsdóttir
    Pétur Ernir Svavarsson

Barnastund Sinfóníunnar 14. sep. 11:30 Laugardagur Norðurljós | Harpa

  • Efnisskrá

    Sígildir gullmolar og hressileg tröllalög eiga sinn fasta sess á þessari sannkölluðu gæðastund

  • Kynnir

    Valur Freyr Einarsson

Debussy og Prokofíev 19. sep. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Tónleikakynning » 18:00

október 2019

Tímaflakk í tónheimum 5. okt. 14:00 Laugardagur Eldborg | Harpa

Hádegistónleikar í Norðurljósum 18. okt. 12:00 Föstudagur Norðurljós | Harpa

  • Efnisskrá

    Arcangelo Corelli Concerto grosso op. 6 nr. 1
    Georg Friderich Händel Concerto grosso op. 6 nr. 7

  • Konsertmeistari

    Matthew Truscott

nóvember 2019

desember 2019

Jólatónleikar Sinfóníunnar 14. des. 14:00 Laugardagur Eldborg | Harpa

Jólatónleikar Sinfóníunnar 14. des. 16:00 Laugardagur Eldborg | Harpa

Jólatónleikar Sinfóníunnar 15. des. 14:00 Sunnudagur Eldborg | Harpa

Jólatónleikar Sinfóníunnar 15. des. 16:00 Sunnudagur Eldborg | Harpa